Skip to content

UMHVERFISDAGUR ATVINNULÍFSINS

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 12. október á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-12. Dagurinn er að þessu sinni helgaður loftslagsmálum.

Samtök fjármálafyrirtækja standa að umhverfisdeginum ásamt Samtökum atvinnulífsins, Samorku, Samtökum ferðaþjónustunnar, Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtökum iðnaðarins og Samtökum verslunar og þjónustu. Í þetta sinn fer Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, með fundarstjórn en fulltrúar aðildarfélaga SFF munu meðal annars taka þátt í málstofu um ábyrgar fjárfestingar, loftslagsmál og nýsköpun enda gegna fjármálafyrirtæki mikilægu hlutverki í þessum efnum. Dagskrá fundarins og skráningu má finna hér.

Deila færslu