Skip to content

Athugasemdir við tæknilega kröfulýsingu rafrænna þinglýsinga

Rafrænar þinglýsingar, sem nú eru að verða að veruleika, eru lykilþáttur í stafrænni stjórnsýslu sem er í örri þróun um þessar mundir. Grundvöllur fyrir framkvæmd rafrænna þinglýsinga er tækniuppbygging og hvernig gögn eigi að berast til sýslumanna með rafrænum hætti frá þinglýsingabeiðendum sem í mörgum tilvikum eru fjármálafyrirtæki. SFF fagna því sérstaklega að í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú fyrir drög að tæknilegri kröfulýsingu rafrænna þinglýsinga. Samtökin hafa sent umsögn um kröfulýsinguna í samráðsgáttina þar sem bent er á nokkur atriði sem betur mættu fara.

 

Umsögnina í heild sinni má lesa hér

Deila