Skip to content

Fjármálafyrirtæki grípa til aðgerða á tímum Covid-19 

Fjármálafyrirtæki brugðust skjótt við til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs Covid-19 á heimili og fyrirtæki. Gripið hefur verið til fjölbreyttra úrræða frá því að heimsfaraldurinn brast á til að draga úr þeim búsifjum sem ljóst er að fjöldi heimila og fyrirtækja eru að verða fyrir sökum faraldursins. Aðgerðir fjármálafyrirtækja byggja m.a. á samkomulagi millum lánveitenda, samstarfi við stjórnvöld en ekki síst samvinnu einstaka fjármálafyrirtækja við sína viðskiptavini. Leitað er allra leiða til að koma heimilum og fyrirtækjum í gegnum þennan erfiða tíma óvissu, tekjufalls og atvinnumissis 

Samkomulag um greiðslufresti 

Strax í mars áttu lánveitendur fumkvæði að því að gera með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækjaFarið var hratt í þá aðgerð þar sem lánveitendur töldu mikilvægt að veita fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við þær rekstraráskoranir sem óhjákvæmilega fylgja heimsfaraldrinum. Með samkomulaginu vildu lánveitendur greiða fyrir hraðri og samræmdri úrlausn mála og jafnframt stuðla að jafnræði milli annarsvegar fyrirtækja sem leituðu eftir úrræðinu og hinsvegar lánveitenda. Fyrirtæki með fleiri en einn lánveitanda hafa því á þessu tímabili getað leitað til síns aðalviðskiptabanka eða sparisjóðs og fengið samræmda greiðslufresti hjá sínum lánveitendum sem aðilar eru að samkomulaginu. Aðilar samkomulagsins eru lánveitendur innan Samtaka fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóðirnir og Byggðastofnun.  

2000 þúsund fyrirtæki fengið greiðslufresti 

Á þessu sama tímabili hafa fjármálafyrirtæki jafnframt boðið heimilum uppá greiðslufresti á sínum lánum til að mæta atvinnu- og tekjumissi. Eftirspurn heimila og fyrirtækja eftir frestun greiðslna varð umtalsverð um leið og aðgerðirnar fóra af stað í lok mars enda úrræðið skjótvirk leið í skjól. Um tvö þúsund fyrirtæki hafa nýtt sér úrræðið og fengið greiðslufresti á sínum lánum. Um 97% þeirra fyrirtækja sem óskað hafa eftir greiðslufresti hafa talist uppfylla skilyrði samkomulagsins. Á sama tíma hafa á fimmta þúsund heimili óskað eftir og fengið afgreidda greiðslufresti á lánum sínum hjá bönkum og sparisjóðum. Þ er ljóst að þessi sameiginlega aðgerð lánveitenda hefur reynst eftirsóknarverður kostur fyrir heimili og fyrirtæki mitt í óvissu og mótvindi heimsfaraldurs 

Rafrænar skilmálabreytingar 

Fjármálafyrirtækin hafa um langt skeið verið leiðandi í stafrænni þróun í fjármálaþjónustu. Þau voru því vel undir það búin að vinna með sínum viðskiptavinum á tímum samkomubanns. Stærsti hluti beiðna um greiðslufresti var afgreiddur í samkomubanni og nýstárlegum leiðum beitt við afgreiðslu þeirra. Skilmálabreytingar sem fylgja greiðslufrestum fela undir hefðbundnum kringumstæðum  í sér flókið og tímafrekt undirritunar- og þinglýsingarferliTil þess að hægt væri að afgreiða þær í samkomubanni varð að heimila rafræna afgreiðslu þeirra. Alþingi greip því til þess ráðs að heimila með bráðabirgðaákvæði rafrænar undirritanir á skilmálabreytingumÞá undirrituðu allir helstu lánveitendur sameiginlega yfirlýsingu sem felur í sér samþykki þeirra sem síðari veðhafa fyrir skilmálabreytingum vegna heimsfaraldursins. Yfirlýsingin var undirrituð rafrænt og henni þinglýst með rafrænum hætti. Þar með varð yfirlýsingin söguleg, enda fyrsta skjalið sem þinglýst er með rafrænum hætti á Íslandi 

Viðbótarlán  

 Í einum af fyrstu aðgerðapökkum ríkisstjórnarinnar voru kynnt viðbótarlán til fyrirtækja með 70% ríkisábyrgð. Þau voru síðan samþykkt á Alþingi í apríl. Fljótlega eftir að þau voru kynnt varð ljóst að meira þyrfti að koma til þar sem upp teiknuðust dekkri og dekkri sviðsmyndir í viku hverri eftir að heimsfaraldurinn skall á með tilheyrandi ferðatakmörkunum og samkomubanni. Því kynntu stjórnvöld fjölda annarra úrræða fyrir fyrirtæki sem fyrir versta högginu urðu.  Með framlengingu hlutabótaleiðar, stuðningi við greiðslu launa á uppsagnafresti, lokunarstyrkjum, stuðningslánum og fleiri úrræðum dró úr eftirspurn eftir viðbótarlánum með 70% ríkisábyrgð. Viðbótarlánaúrræðið er tilbúið hjá bönkunum og eru fyrstu lánveitingarnar í matsferli.  

Stuðningslán 

Eftir að útfærsla og skilyrði stuðningslána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja lá fyrir með samþykkt laga á Alþingi nú í maí hefur verið unnið hörðum höndum að undirbúningi á afgreiðslu þeirra. Bankar og sparisjóðir eru tilbúnir sín megin og stjórnvöld hafa unnið að uppsetningu á vefgátt þar sem hægt verður að sækja um stuðningslánin. Um er að ræða tvenns konar stuðningslán; annarsvegar lán upp að 10 milljónum með 100% ríkisábyrgð og hinsvegar geta fjármálafyrirtæki veitt stuðningslán með 85% ríkisábyrgð upp að 40 milljónum að undangengnu viðbótarmati á forsendum lánveitingarinnarAfgreiðsla þeirra verður að mestu rafræn þar og hefur stór hluti undirbúningsins falið í sér uppsetningu á staðfestingaferli hjá Skattinum á að fyrirtæki uppfylli grunnskilyrði til lánveitingar. Gera má ráð fyrir að lánveitingarnar geti farið af stað innan fárra daga eða þegar vefgátt stjórnvalda og staðfestingarferillinn hjá Skattinum er tilbúinn.  

Met í útlánum 

Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustu fjármálafyrirtækja á undanförnum mánuðum. Þannig hefur mikil útlánaaukning verið hjá viðskiptabönkunum ekki síst til heimila vegna fasteignakaupa. Heimilin eru einnig að endurfjármagna húsnæðislán sín í töluverðum mæli. Þannig eru viðskiptavinir fjármálafyrirtækjanna að nýta sér þau hagstæðu kjör þeim standa til boða ekki síst á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hagstæð fjármögnunarkjör á tímum sem þessum koma sér vel fyrir heimilin sem ná þannig að lækka greiðslubyrði lána sinna.  Stafrænar lausnir hafa jafnframt gert þennan feril einfaldan og aðgengilegan og ljóst að heimilin fylgjast vel með möguleikum í fjármögnun á húsnæðismarkaði og hika ekki við að breyta lánaformi og skipta um lánveitanda eftir efnum og aðstæðum hverju sinni.  

Hörð samkeppni – ójöfn skilyrði 

Samkeppnin er hörð á lánamarkaði og neytendur virkir.  Af þeim sökum hafa Samtök fjármálafyrirtækja lagt á það mikla áherslu að samkeppnisstaða lánveitenda verði jöfnuð. Sértæk álagning skatt og gjalda  á einstaka tegund aðila á lánamarkaði auk mismunandi regluverks og krafna um eiginfjárbindingu skekkir samkeppnisstöðuna. Stjórnvöld verða að horfa til þessa og gæta þess að aðilar í samkeppni á markaði sitji við sama borð. Fyrsta skrefið hefur verið stigið með lækkun á bankaskattinum svokallaða og er það vel en enn er af nægu að taka. Þetta snýst ekki bara um að bæta starfsumhverfi fjármálafyrirtækja heldur er heilbrigð samkeppni þar sem aðilar á sama markaði starfa við sömu skilyrði fyrst og fremst heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta.  

Grein birtist fyrst í Vísbendingu 26.júní 2020

Deila