Skip to content

Frumvarp til laga – flutningur fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til HMS

Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar breytingar í tengslum við flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. SFF og SA lýstu ánægju með frumvarpið og telja að mikið hagræði geti falist í flutningi skrárinnar. Með breytingunni verði þjónusta hins opinbera á sviði húsnæðismála einfölduð og samræmd og yfirsýn yfir húsnæðismarkað muni aukast. Gerð var smávægileg athugasemd við gjaldskrárákvæði og minnt á þarfar lagabreytingar svo sem á lögum um brunatryggingar sem samtökin telja að þurfi að koma í kjölfarið.

Sjá umsögn í heild sinni

Deila