Skip to content

Síðari umsögn um frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði er nú til meðferðar á Alþingi en með því er ætlunin að innleiða í íslensk lög ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði. SFF skiluðu nýverið umsögn um málið þar sem gerð var grein fyrir því að samkvæmt upplýsingum samtakanna eru engir sjóðir reknir á Íslandi sem mögulega geta fallið undir skilgreiningu á peningamarkaðssjóði. Við nánari skoðun frumvarpsins þótti rétt að senda aðra umsögn vegna ákvæða 17. gr. frumvarpsins en þar er m.a. lagt til að lögfest verði tvö ný ákvæði er varða gerð lykilupplýsingaskjala, annars vegar í lögum um verðbréfasjóði, nr. 116/2021, og hins vegar í lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða, nr. 45/2020. Bent á að misræmi virðist vera á milli orðalags 17. gr. og athugasemda við greinina. SFF leggja til að gerðar verði viðeigandi breytingar á framangreindu svo að skýrt verði hvaða kröfur verði gerðar til rekstrarfélaga verðbréfasjóða og rekstraraðila sérhæfðra sjóða varðandiframsetningu lykilupplýsinga og gerð lykilupplýsingaskjala. Samspil lagatexta og frumvarps er ekki skýrt og býður upp á vafa við túlkun.

Umsögnina má lesa hér

Deila