Skip to content

Staða neytenda í Hnotskurn

Í nýrri Hnotskurn, ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja um fjármál og efnahagsmál, er fjallað þær miklu breytingar sem hafa orðið á samkeppnisumhverfinu á fjármálamarkaði vegna framþróunar stafrænnar tækni og gervigreindar. Sérstaklega er tekið fyrir hvaða áhrif þetta hefur á stöðu neytenda en þessi þróun ásamt eftirmálum fjármálakreppunnar hefur styrkt hana til muna.

Um er að ræða tvíþætt áhrif: annars vegar hefur  ný tækni aukið vöruúrval og samkeppni á fjármálamarkaði neytendum til góða og í öðru lagi hafa verið gerðar breytingar á regluverki fjármálafyrirtækja sem  hefur meðal annars lækkað skiptikostnað neytenda og gert þeim auðveldara færa sig á milli fjármálafyrirtækja og á sama tíma hefur neytendavernd verið aukin. Hnotskurn SFF er aðgengileg hér.

Deila