Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og endurnotkun. SFF styðja það markmið stjórnvalda að innleiða reglugerðina í lög hér á landi enda mikilsvert að íslensk fjármálafyrirtæki starfi eftir alþjóðlega viðurkenndri umgjörð sem er til samræmis við starfsumgjörð fjármálafyrirtækja í Evrópu. SFF bendir á tvö umtalsefni á þessu stigi málsins.