Skip to content

Umsögn – Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti þann 8. nóvember síðastliðinn drög að reglugerð í samráðsgátt stjórnvalda, um breytingu á reglugerð um skráningu einstaklinga nr. 565/2021. Breytingin snýst um að kveða nánar á um skilyrði fyrir vernd skráðra einstaklinga gegn afhendingu upplýsinga með reglugerð sbr. 14. gr. laga um skráningu einstaklinga nr. 140/2019. Vernd sem felst í að geta látið dylja nafn og lögheimili í þjóðskrá. SFF hefur skilað inn umsögn um reglugerðardrögin sem snýst um að varpa ljósi á atriði sem tengjast samspili þessa úrræðis við lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018 og þá sérstaklega samspili við skyldur tilkynningaskyldra aðila þegar kemur að því að þekkja viðskiptavini sína.

Umsögnina í heild má finna hér

Deila