Skip to content

Umsögn – frumvarp til laga um greiðslureikninga

Með frumvarpinu eru lögð til ný heildarlög um greiðslureikninga sem eru innleiðing á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB. Meðal nýmæla í frumvarpinu eru: 1. Greiðsluþjónustuveitendur skulu láta neytendur fá gjaldskrá þar sem fram koma stöðluð hugtök yfir algengustu tegundir þjónustu sem tengjast greiðslureikningi og tilsvarandi gjöld fyrir hverja þjónustu sem greiðsluþjónustuveitandi býður auk árlegs yfirlits yfir öll gjöld sem stofnað hefur verið til á tímabilinu vegna greiðslureiknings. 2. Aðgengi allra neytenda að almennum greiðslureikningi er tryggt með því að skylda lánastofnanir til að veita neytendum aðgengi að almennum greiðslureikningi og er þeim óheimilt að mismuna neytendum að því leyti. SFF fagna frumvarpinu en í umsögn um frumvarpið til Alþingis er bent á nokkur atriði sem betur mættu fara í löggjöfinni.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér

Deila