Skip to content

Umsögn – Frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

SFF hafa tekið til skoðunar frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði sem mælt hefur verið fyrir á Alþingi. Nokkurn vegin samhljóða frumvarp var lagt fram á vorþingi 2022. Með frumvarpinu er ætlunin að innleiða í íslensk lög ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1131 frá 14. júní 2017 um peningamarkaðssjóði. SFF gera ekki athugasemdir við að frumvarpið verði að lögum en ítreka fyrri athugasemdir sem lúta að því að samkvæmt upplýsingum samtakanna eru engir sjóðir reknir á Íslandi sem mögulega geta fallið undir skilgreiningu á peningamarkaðssjóði.

Umsögnina má lesa hér

 

Deila