Skip to content

Umsögn – frumvarp um sértryggð skuldabréf

SFF hafa tekið til skoðunar frumvarp um sértryggð skuldabréf, sem ætlað er að innleiða í íslensk lög tilskipun (ESB) 2019/2162 og reglugerð (ESB) 2019/2160. SFF fagna frumvarpinu þar sem mikilvægt er að innlendur fjármálamarkaður starfi eftir alþjóðlega viðurkenndri umgjörð sem er sem líkust því sem gerist í Evrópu. Það gerir íslensk fjármálafyrirtæki samkeppnisfærari, getur opnað fyrir aðgang þeirra að stærri mörkuðum í nágrannalöndunum og einnig greitt fyrir aðgengi erlendra þátttakenda á íslenskum markaði.

SFF leggja ríka áherslu á að frumvarpið verði að lögum þann 1. janúar 2023 eins og lagt er upp með í frumvarpinu. Innleiða þarf umræddar EES-reglur í íslenskan rétt þeim tíma til þess að íslenskir bankar geti gefið út sértryggð skuldabréf sem talist geta veðhæf í evrópska seðlabankanum. Skuldabréf gefin út eftir 8.júlí 2022 í ríki sem ekki hefur innleitt reglurnar teljast, eftir það tímamark, ekki sem „sértryggð skuldabréf“ skv. tilskipuninni og verða þar af leiðandi ekki veðhæf hjá evrópska seðlabankanum sem aftur hefur mikil áhrif á seljanleika.

Umsögnina má lesa hér

Deila