Samtök fjármálafyrirtækja hafa sent umsögn í samráðsgátt um drög að frumvarpi. Um er að ræða lögfestingu í íslenskan rétt á tveimur reglugerðum sem innleiddar eru með tilvísunaraðferð. Að svo komnu máli gera samtökin athugasemdir við hvernig staðið skal að gildistöku nokkurra ákvæða.