Skip to content

Umsögn – Heimildir einkaaðila til að birta gögn í stafrænu pósthólfi stjórnvalda

SFF hafa sent frá sér tvær umsagnir um reglugerð um heimildir einkaaðila til að birta gögn í stafrænu pósthólfi stjórnvalda. Með umsögnunum er kallað eftir því að aðildarfélög SFF geti óskað eftir því að skila sértækum gögnum til viðskiptavina sinna í stafræna pósthólfið.

Í síðari umsögninni er gerð ítarleg grein fyrir þeim áskorunum sem aðildarfélög samtakanna standa frammi fyrir í starfsemi sinni í heimi stafrænna viðskipta og gerðar eru tillögur til breytinga á reglugerðardrögunum til að bregðast við þeim veruleika. Þykir eðlilegt að sömu reglur verði látnar gilda um alla eftirlitsskylda aðila en samkvæmt fyrirliggjandi drögum að reglugerðinni er gert ráð fyrir að heimild til birtingar gagna í stafrænu pósthólfi verði einungis veitt til lífeyrissjóða sem og til þeirra sem stunda löginnheimtu.

Umsögnina í heild má lesa hér.

Deila