Skip to content

Umsögn SA og SFF um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands (rekstraröryggi í greiðslumiðlun)

Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja hafa sent í samráðsgátt stjórnvalda sameiginlega umsögn um drög að fumvarpi til breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands ( rekstraröryggi í greiðslumiðlun). Það er mat samtakanna að tillögur frumvarpsdraganna um að veita Seðlabankanum heimild til að setja reglur um fyrirkomulag innviða innlendra greiðslufyrirmæla byggi ekki á nægilega ítarlegri greiningu á áhættu, markmiðum, kostnaði, áformum og áhrifum. Þá byggja tillögurnar ekki á nægilegu samráði við fjármálafyrirtæki og aðra hagaðila. Þá þarf einnig að skoða hvort efni frumvarpsins standist stjórnarskrá, samkeppnisrétt og EES rétt. Samtökin leggja því til að forsendur frumvarpsdraganna verði endurmetnar að þessu leyti áður en endanlegt frumvarp verður lagt fram. Umsögnina í heild má nálgast hér: Umsögn SA og SFF um frumvarp um rekstraröryggi í greiðslumiðlum -breyting á lögum um Seðlabanka

Deila