Skip to content

Umsögn SFF og SA um drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi)

Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja hafa í sameiningu tekið til skoðunar drög að frumvarpi um breytingar á réttarfarslöggjöf (miðlun og form gagna, fjarþinghöld og birting ákæru í stafrænu pósthólfi) sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Í umsögn samtakanna kemur fram að þegar á heildina er litið er ánægja með frumvarpsdrögin og telja samtökin drögin fela í sér hugmyndir að tímabærri þróun á þessu réttarsviði. Á þessu stigi máls benda samtökin á að svo virðist sem ekki standi til að gera breytingar á reglum um birtingu stefnu þannig að nýttar verði stafrænar leiðir til þess. Ekki er rökstutt í greinargerð hvers vegna ekki er stigið skref í þá átt að nýta leiðir til stafrænnar birtingar stefnu. Það væri ákjósanlegt að birta megi stefnu í miðlægu stafrænu pósthólfi stjórnvalda.

Umsögnina má lesa hér.

Deila