Skip to content

Umsögn SFF, SA og VÍ um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga

SFF hafa að nýju skilað sameiginlegri umsögn með SA og Viðskiptaráði til Alþingis um frumvarp til breytinga á lögum um endurskoðendur og endurskoðun og lögum um ársreikninga (endurskoðunarnefndir, siðareglur, sektarákvæði o.fl._ Endurflutt) (mál nr. 184). Í stuttu mál snúa athugasemdir samtakanna að eftirfarandi; annars vegar að undanþága vegna endurskoðunarnefnda mætti vera víðtækari og hins vegar að skýra þurfi betur hlutverk endurskoðunarráðs þegar kemur að mati þess á frammistöðu endurskoðunarnefnda en þá sérstaklega vegna mögulegrar skörunar við hlutverk Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þegar kemur að þeim aðilum sem heyra undir það eftirlit.

Umsögnina í heild má nálgast hér: Umsögn SFF_SA_VÍ_ársreikningalög ofl_20231011

Deila