Skip to content

Umsögn SFF til Alþingis um frumvarp til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða

Samtök fjármálafyrirtækja hafa skilað umsögn til Alþingis um frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra til laga um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða. SFF telja að óskipt ábyrgð umráðamanns og eiganda gangi of langt þegar kemur að því að tryggja hagsmuni hins opinbera þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir lögveði fyrir þeim gjöldum sem það boðar. Gæta þurfi að óskráðu meðalhófsreglunni sem gildir í íslenskum rétti við lagasetninguna. Handhafar leyfis til að stunda eignaleigu eða fjármögnunarleigu skv. lögum um fjármálafyrirtæki benda á að frumvarpið stangist í ákveðnum atriðum á við endurkröfurétt fjármögnunaraðila í viðskiptasambandi þeirra við umráðmann bifreiða þar sem fjármögnunaraðili er skráður eigandi bifreiðarinnar. SFF leggja því til að 3. mgr. 3. gr. frumvarpsins um óskipta ábyrgð sé felld brott úr frumvarpinu.  Þá eru fleiri vankantar á frumvarpinu sem samtökin benda á m.a. að gæta þurfi að því að rafrænt uppgefin kílómetrastaða gjaldskyldra aðila vegna nýrra eða nýlegra bifreiða sem ekki eru orðnar skoðunarskyldar þurfi að staðfesta hjá faggiltri skoðunarstöð einu sinni á ári ella sé hætta á að vanskil uppgötvist eftir nokkur ár. Umsögnina í heild má finna hér: umsögn SFF_ Alþingi_kílómetragjald_20231206

 

Deila