Skip to content

Umsögn SFF til Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir

Samtök fjármálafyrirtækja hafa sent umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, lögum um mannvirki og lögum um brunavarnir.   Í umsögn SFF er bent á mikilvægi þess að stjórnvöld endurskoði einnig lög um brunatryggingar sem verða 30 ára á næsta ári en þeirri löggjöf hefur lítið sem ekkert verið breytt á þessum 30 árum.  Vísað er til tillögu SFF í skýrslu sem húsnæðis- og mannvirkjastofnun gaf út árið 2021 eftir brunann á Bræðraborgarstíg en hún er eftirfarandi: „Hvatar til brunavarna í gegnum brunatryggingar: Lagt er til að lög um brunatryggingar verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar. Endurskoða þarf forsendur brunabótamats og lög um brunatryggingar með það í huga að tengja þær við brunavarnir, veita vátryggingafélögum sem bestar upplýsingar um notkun húsnæðis og brunavarnir allan líftíma þess og auka heimildir vátryggingafélaga til þess að skerða bætur ef brunavörnum er ekki sinnt.“ Umsögnina í heild má finna hér: Umsögn SFF_brunavarnir og brunatryggingar_20231205

 

Deila