Skip to content

Umsögn um áform í samráðsgátt um gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar)

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) hafa skilað umsögn í samráðsgátt um áform um gerð frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum á fjármálamarkaði (lagfæringar). SFF fagna því að ráðuneytið hyggist lagfæra ýmis atriði sem betur mega fara í löggjöf á fjármálamarkaði. Á sama tíma og innleiða þarf fjölda ESB reglna hérlendis er mikilvægt að huga að því að tryggja sem best samræmi við önnur ríki í innleiðingu og lagfæra séríslenskar reglur þar sem gengið hefur verið lengra en annars staðar. Gæta þarf þess að gera hlutina ekki of flókna m.a. með séríslenskum gullhúðuðum reglum til viðbótar við evrópska regluverkið. Með umsögninni er sérstaklega bent á 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki sem felur í sér séríslenska íþyngjandi reglu. Umsögnina í heild sinni má nálgast hér: Áform_breyting á ýmsum lögum á fjármálamarkaði_loka

Deila