Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt í samráðsgátt áform um að leggja fram frumvarp greiðslureikninga til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2014/92/ESB um samanburð gjalda er varða greiðslureikninga, skipti á greiðslureikningum og aðgengi að almennum greiðslureikningum SFF styðja það markmið að innleiða tilskipunina í lög hér á landi enda mikilsvert að íslensk fjármálafyrirtæki starfi eftir alþjóðlega viðurkenndri umgjörð sem er til samræmis við starfsumgjörð fjármálafyrirtækja í Evrópu.
Í áformunum er lagt til að gildistaka laganna verði 1. janúar 2022. Hér þarf að hafa í huga að lögin munu leggja þær skyldur á fjármalafyrirtæki að bjóða upp á nýja vöru þ.e. greiðslureikning með grunneiginleikum, sem hvert og eitt fjármálafyrirtæki þarf að útfæra sérstaklega og kynna fyrir framlínustarfsfólki sínu. Að auki þarf að útfæra ferla við áhættumat vegna varna gegn peningaþvætti og fjármögnunar hryðjuverka. Gefa þarf fjármálafyrirtækjunum lengra ráðrúm en til áramóta til að útfæra þessar nýju skyldur. SFF leggja því til að hið nýja frumvarp taki gildi í fyrsta lagi 1. maí n.k.