Skip to content

Umsögn um áform um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga

Samtök fjármálafyrirtækja hafa skilað umsögn um áform um breytingar á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga. SFF telja jákvætt að lög um greiðsluaðlögun einstaklinga verði endurskoðuð en leggja jafnframt áherslu á að fyrirhugaðar breytingar verði m.a. hugsaðar með það í huga að bæta ferli greiðsluaðlögunar kröfuhöfum til hagsbóta til þess að breytingarnar geti þjónað tilgangi sínum. Hjá kröfuhöfum hefur einnig safnast upp þekking og reynsla sem mikilvægt er að nýta við endurbætur á lögunum. Umsögnina í heild má lesa hér: Áform_greiðsluaðlögun_umsögn

Deila