Skip to content

Umsögn um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands (Peningaþvætti)

Samtök fjármálafyrirtækja hafa skilað umsögn um áform um breytingar á lögum um söfnunarkassa og lögum um Happdrætti Háskóla Íslands. Áformin snúa að því að bregðast við aðfinnslum í áhættumati Ríkislögreglustjóra svo unnt sé að koma upp vörnum gegn peningaþvætti í þeirri starfsemi sem lögin taka til.  Um leið og SFF fagna áformunum sem gera ráð fyrir að sett verði í lagabálkana kröfu til auðkennis spilara, mögulega með spilakorti benda samtökin á að skoða þyrfti greiðsluleiðir.  Umsögnina í heild má finna hér: Umsögn_Söfnunarkassar og happdrætti_PÞVL_230818

Deila