Skip to content

Umsögn um áform um breytingar á skaðabótalögum

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Samtök atvinnulífsins (SA), hafa skilað sameiginlegri umsögn um áform um frumvarp til laga um breytingu á skaðabótalögum nr. 50/1993 sem birtust í samráðsgátt þann 25. maí síðastliðinn. Samkvæmt áformunum stendur til að útbúa frumvarp sem steypir saman frumvarpi til laga um breytingu á skaðabótalögum sem lagt var fram á Alþingi árið 2018 við breytingar sem snúa fyrst og fremst að framkvæmd örorkumats. Að mati SFF og SA ganga áformin ekki nógu langt en samtökin kalla eftir heildarendurskoðun laganna.

Umsögnina í heild má lesa hér.

Deila