SFF hafa sent frá sér umsögn um breytingu á reglugerð um rafræna auðkenningu og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti. Með reglugerðinni er m.a. lagt til að dvalarleyfisskort útgefin af Útlendingastofnun verði viðurkennd persónuskilríki í skilningi reglugerðarinnar.
Um leið og SFF hafa skilning á vandanum við auðkenningu viðkvæms hóps í samfélaginu benda samtökin í umsögn sinni á misræmi við skilgreiningu laga um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á því hvað telst viðurkennt persónuskilríki. Kallað er eftir samtali um lausn sem gengur fyrir alla haghafa.