Skip to content

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 snýst um innleiðingu á svokölluðu umsýsluumboði sem er umboð sem sérfræðilæknir veitir fyrir hönd einstaklings sem er ófær um að veita slíkt umboð sjálfur. Umboðið veitir aðgang að heilbrigðisgáttum í þeim tilgangi að geta sýslað með og sinnt þörfum einstaklingsins innan heilbrigðisþjónustunnar. Slíkt umboð gerir umboðshafa kleift að fá upplýsingar um viðkomandi með rafrænum skilríkjum sínum. Umsögn SFF lýsir þörf á að sambærileg lausn verði þróuð þegar kemur að tilteknum fjármálatengdum málefnum einstaklinga sem eru ófærir um að sinna þeim sjálfum og veltir upp samspili við lausn þá sem frumvarpið fjallar um.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér

Deila