Skip to content

Umsögn um drög að frumvarpi til nýrra laga um verðbréfasjóði

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um verðbréfasjóði sem koma í stað núgildandi laga um verðbréfasjóði, nr. 128/2011. Frumvarpinu er m.a. ætlað að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar 2014/91/ESB sem fjallar um verðbréfasjóði (UCITS) hvað varðar störf vörsluaðila og starfskjarastefnu sjóðanna.

Í umsögn SFF er bent á mikilvægi þess að löggjafinn tryggi að innlendur verðbréfamarkaður starfi eftir alþjóðlega viðurkenndri umgjörð sem er sem líkust því sem gerist í Evrópu. Það gerir íslensk fjármálafyrirtæki samkeppnisfærari, getur opnað fyrir aðgang þeirra að stærri mörkuðum í nágrannalöndunum og einnig greitt fyrir aðgengi erlendra þátttakenda á íslenskum markaði. Sérstaklega er bent á nokkur séríslensk íþyngjandi ákvæði í frumvarpsdrögunum sem ástæða er til að ígrunda sérstaklega hvort gangi lengra en ástæða er til og kunna að vera samkeppnishamlandi. Um er að ræða séríslenskar reglur um að meiri hluti stjórnarmanna rekstrarfélags verðbréfasjóða skuli vera óháður móðurfélagi, upplýsingagjöf um tíu stærstu útgefendur í eignasafni sjóðsins og ákvæði tilskipunarinnar um breytileg starfskjör.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér

Deila