Samtök fjármálafyrirtækja hafa skilað umsögn í samráðsgátt um drög að reglugerð um eignaskráningu í verðbréfamiðstöð. Athugasemdir SFF lutu að skýrleika en jafnframt var óskað eftir viðbót við textann út frá heimild í 4. tl. 31. gr. laga um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignaskráningu fjármálagerninga nr. 7/2020.