SFF hafa sent í samráðsgátt stjórnvalda umsögn um drög að reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust. Reglugerðinni er ætlað að kveða á um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust og setja skýrari ramma um þá umfangsmiklu vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer hjá fjárhagsupplýsingastofum. Um er að ræða mikilvægar reglur fyrir fjármálafyrirtæki sem nýta sér upplýsingar um viðskiptavini úr vanskilaskrá við gerð viðskiptasamninga. Umsögnina má lesa hér:Umsögn_rgl vinnsla uppl um fjárhagsmálaefni og lánstraust_lok