Skip to content

Umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um vexti og verðtryggingu.

Ekki er augljóst að það þjóni neinum verulegum tilgangi að stytta hámarkslánstíma verðtryggðra fasteignalána með jafn víðtækum undanþágum og gert með þessu frumvarpi. Nái frumvarpið fram að ganga mun stytting hámarkslánstíma bitna fyrst og fremst á fólki með lágar tekjur og fólki á miðjum aldri (eldra en 35 – 40 ára) sem ætlar að stækka við sig eða kaupa sérbýli. Sá hópur er oft með börn á framfæri og þunga framfærslu. Breytingin er því líkleg til að hefta kaupgetu þessa hóps og lækka verð á sérbýlum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Þá kann hún að auka þörf fyrir félagsleg úrræði á íbúðarmarkaði. Ennfremur hefur þegar verið gripið til aðgerða og lagasetningar til þess að forða ofskuldsetningu heimila vegna fasteignakaupa með takmörkunum á óvarinni skuldsetningu í erlendum gjaldmiðli og heimildum eftirlitsaðila til að takmarka hámarksveðsetningu íbúða. Sú heimild hefur þegar verið nýtt af Fjármálaeftirlitinu. Sá vandi sem þessu breytingum er að bregðast hefur því þegar verið leystur eftir öðrum leiðum.

Lesa má umsögnina í heild sinni hér

Deila