Skip to content

Umsögn um rafrænar skuldaviðurkenningar

SFF hafa sent í samráðsgátt stjórnvalda umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á þinglýsingalögum, nr. 39/1978, og fleiri lögum. Samtökin fagna því heilshugar að frumvarpsdrögin eru komin fram. Í drögunum eru margar góðar tillögur sem eru til þess fallnar að hagræði náist í viðskiptum og stjórnsýslu með nýrri tegund rafrænna skjala sem kallast rafrænar skuldaviðurkenningar. Má þar nefna að afar jákvætt er að lagt er til að rafrænar skuldaviðurkenningar njóti sams konar réttarfarshagræðis við aðför og nauðungarsölu eins og tíðkast um kröfur á grundvelli veðskuldabréfa.

Verði rafrænar skuldaviðurkenningar að veruleika munu skapast miklir möguleikar í rafrænum viðskiptum sem ekki hafa verið fyrir hendi fram að þessu og af því getur skapast mikið hagræði bæði fyrir lánveitendur og lántaka hvað varðar rafræn viðskipti og stjórnsýsluna hvað varðar þinglýsingu skjala. Mikilvægt er að þetta nýja form lánaskjala henti bæði þörfum lánveitenda og lántaka í viðskiptum þeirra á milli þannig að raunverulegt hagræði verði af því í viðskiptum. Því er lykilatriði að vel takist til við lögfestingu nýrra ákvæða um rafrænar skuldaviðurkenningar.

Í umsöginni er fjallað ítarlega um áhrif lagaákvæða um rafrænar skuldaviðurkenningar og gerðar tillögur til úrbóta þar sem tilefni er til.

Umsögnina má lesa hér.

Deila