Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli á færslu, sem birtist nýverið á Facebook síðu Auðkennis, og snýr að svikahröppum sem herja á einstaklinga með rafræn skilríki í símum.
Færslan er hér birt í óbreyttri mynd í forvarnar- og fræðsluskyni:
Nýlega fékk starfsmaður Auðkennis símtal frá Lukas nokkrum sem sagðist hafa fengið tilkynningu um að viðkomandi starfsmaður Auðkennis hefði tapað 700.000 krónum í einhverjum svikum á netinu. Lukas sagðist vilja endurgreiða peningana en fyrst þyrfti starfsmaðurinn að staðfesta að um réttan aðila væri að ræða með því að samþykkja beiðni með rafrænum skilríkjum á síma. Um leið og það væri búið gæti Lukas borgað honum þessa upphæð sem tapaðist beint inn á bankareikning starfsmannsins.
Mundu: ALDREI að svara beiðni á síma eða í appi nema þú hafir óskað eftir slíkri beiðni t.d. við innskráningu í netbanka.