Skip to content

Varúð! Vaxandi stuldur á kortanúmerum

Varað er við svikapóstum þar sem fólk er beðið um að smella á hlekk þar sem farið er inn á falska síðu sem er látin líta út eins og greiðslusíða fjármálafyrirtækis. Þar er fólk m.a. beðið um að skrá inn kortanúmer og eru dæmi um að svikahrappar nýti sér kortaupplýsingar sem þeir fá með þessum hætti. Þurfa korthafar því að vera á varðbergi.

Meðal þeirra leiða sem reyndar eru við svikin er að fá fólk til að skrá kortaupplýsingarnar í það sem virðist vera Apple Pay. Ekki er ólíklegt að einnig verði reynt að fá fólk til að skrá þær í aðrar greiðsluleiðir, s.s. Garmin Pay og Fitbit Pay.

Fáir þú óvænt tilkynningu um tilraun til að skrá kortið þitt í Apple Pay, eða um tilraun til skráningar kortsins með öðrum hætti án þinnar vitundar, skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.

Landsbankinn

Íslandsbanki

Arion banki

Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna skal hringja í neyðarnúmer greiðslumiðlunarfyrirtækja:

Valitor – s. 525-2000

Borgun – s. 533-1400

 

Varist skilaboðasvik

Undanfarið hefur verið töluvert um tilraunir til að blekkja fólk með trúverðugum skilaboðum í tölvupósti eða smáskilaboðum sem eru látin líta út eins og þau séu frá íslenskum fyrirtækjum. Ekki svara slíkum skilaboðum, ekki smella á hlekki og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða lykilorð.

Kynnið ykkur fræðsluefni bankanna til að vera betur í stakk búin til að verjast svikum.

Fræðsluefni:

Landsbankinn – sjá hér

Íslandsbanki – sjá hér

Arion banki – sjá hér

Við bendum jafnframt á að tilkynna svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is

Deila færslu