Skip to content

Vinnustofa loftslagsvegvísa atvinnulífsins

Vinnustofa fjármála- og tryggingafélaga vegna loftslagsvegvísa atvinnulífsins (LVA) var haldin mánudaginn 27. febrúar. LVA er samstarfsverkefni atvinnulífs og stjórnvalda. Vinnan er unnin á forsendum fyrirtækja í íslensku atvinnulífi og viðeigandi aðildarsamtaka með stuðningi frá vinnuteymi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Íslenskt atvinnulíf gegnir mikilvægu hlutverki í grænum umskiptum ef metnaðarfull loftslagsmarkmið Íslands um 55% samdrátt í losun fyrir 2030 (m.v. 2005) og kolefnishlutleysi 2040 eiga að nást. Loftslagsvegvísar atvinnulífsins munu innihalda atvinnugreinaskipta vegvísa með mælanlegum markmiðum, sértækum aðgerðum og úrbótatillögum sem stuðla að samdrætti í losun. Bein losun íslenskra fjármálafyrirtækja og tryggingafélaga er lítil en áhrif þeirra á atvinnulífið eru hins vegar mikil. Mestu árangur mun nást með því að styðja við viðskiptavini á þeirra vegferð í átt að kolefnishlutleysi. Mikil ánægja var með vinnustofuna og tóku tæplega 40 fulltrúar aðildarfélga SFF, stjórnvalda ofl. þátt.

 

Deila færslu