Skip to content

Vottun fjármálaráðgjafa – frestun á endurnýjun

Erfitt hefur verið að afla endurmenntunar vegna vottunar fjármálaráðgjafa undanfarna mánuði vegna heimsfaraldurs Covid-19. Einhverjir þeirra sem hugðust endurnýja vottun fjármálaráðgjafa hafa ekki getað náð tilskyldum fjölda námstunda vegna þessa.

Sökum þessa hefur verið ákveðið að fresta endurnýjun vottunar fjármálaráðgjafa með gildistöku 1. júlí næstkomandi.  Gildistími vottunar framlengist því til næstu áramóta.  Tilkynnt verður um nýjan umsóknarfrest í nóvember næstkomandi vegna endurnýjunar sem þá mun taka gildi um næstu áramót í stað næstu mánaðarmóta.

Deila færslu