Neytendamálin í brennidepli á SFF-deginum

Hátt í 200 manns sóttu SFF -daginn sem fram fór í Arion banka miðvikudaginn 23. nóvember. Dagurinn var helgaður þeim miklu breytingum sem hafa orðið á neytendavernd á fjármálamarkaði á undanförnum árum.

Ójöfn samkeppnisskilyrði bitna á neytendum

Ósanngjörn samkeppnisstaða á fjármálamarkaði  bitnar  á neytendum. Þetta kom fram í ræðu Birnu Einarsdóttir, formanns stjórnar Samtaka fjármálafyrirtækja, á SFF-deginum í dag.