Afnám hafta skapar tækifæri til úrbóta

Fundur SFF og Nasdaq Iceland í morgun  um stöðu mála á íslenskum verðbréfamarkaði í kjölfar afnáms fjármagnshafta var vel sóttur. Þetta er annað árið í röð sem SFF og Kauphöllin standa sameiginlega fyrir fundi um verðbréfamarkaðinn.

Morgunverðarfundur um íslenskan verðbréfamarkað í alþjóðlegu umhverfi

Fimmtudaginn 23. mars standa SFF og Nasdaq Iceland fyrir morgunverðarfundi um stöðu verðbréfamarkaðarins á Íslandi í dag. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 8:30 og stendur til 10:00.