Fræðslumál innan ólíkra fyrirtækja

SFF stendur ásamt öðrum hagsmunasamtökum Húss atvinnulífsins fyrir árlegri fundaröð um menntamál. Fyrsti morgunfundur vetrararins fer fram miðvikudaginn 27. september. Á fundinum verða meðal annars kynntar niðurstöður nýrrar menntakönnunar á vegum Samtaka atvinnulífsins um umfang menntunar og fræðslu innan ólíkra fyrirtækja.

Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði hafa fimmfaldast

Eignarhlutur ríkissjóðs í bankakerfi landsins er ríflega fimm sinnum hærri í dag en árið 1997 en þá átti ríkissjóður allt hlutafé Búnaðarbankans, Fjárfestingabanka atvinnulífsins og Landsbankans. Þetta kemur í nýrri skýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi stofnunarinnar.