Vottaðir fjármálaráðgjafar fá endurnýjun á vottun

Um áramótin fengu 56 vottaðir fjármálaráðgjafar staðfestingu á að þeir hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru um endurmenntun þeirra. Þeir sem fengu staðfestinguna eru úr hópum fyrstu útskriftarnema úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa á árunum 2012 og 2013.

Neytendamálin í brennidepli á SFF-deginum

Hátt í 200 manns sóttu SFF -daginn sem fram fór í Arion banka miðvikudaginn 23. nóvember. Dagurinn var helgaður þeim miklu breytingum sem hafa orðið á neytendavernd á fjármálamarkaði á undanförnum árum.