Ársrit SFF 2020
Í Ársriti Samtaka fjármálafyrirtækja að þessu sinni er m.a. fjallað um viðbrögð fjármálafyrirtækja við heimsfaraldri. Þá er fjallað ítarlega um leiðir til þess að minnka vaxtamuninn í íslensku fjármálakerfi og þar með vaxtakostnað heimila og fyrirtækja. Helstu tækifærin liggja í að lækka sérstaka skatta og gjöld, lækka eiginfjárkröfur, auka hagræðingu í rekstri fjármálafyrirtækja enn frekar og stuðla jafnframt að frekara samstarfi um rekstur innviða. Þarna liggja mikil vannýtt tækifæri til að auka skilvirkni í starfsumhverfi fjármálafyrirtækja íslenskum neytendum til hagsbóta. Þá er einnig fjallað um vátryggingarekstur, samkeppni á útlánamarkaði og ýmis mikilvæg málefni er snúa að rekstri og rekstrarumhverfi fjármála- og vátryggingaþjónustu.