Menntamorgnar atvinnulífsins hefjast á ný

Hörður Bjarkason, sérfræðingur í fræðslumálum á viðskiptabankasviði Arion, mun kynna innleiðingu á rafrænni fræðslu í bankanum á fyrsta menntamorgni atvinnulífsins sem fer fram 3. október. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SFF og annara aðildarfélaga SA. Fundurinn hefst klukkan 8:15 og stendur til 9:00. 

Vátryggingar í Hnotskurn

Hnotskurn, ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja um fjármál og efnahagsmál, er komin út. Í þessari útgáfu er fjallað um vátryggingamarkaðinn í sinni víðustu mynd. Í ritinu er útskýrt á aðgengilegan hátt hvernig vátryggingar gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að dreifa áhættu vegna tjóna og eru á sama tíma mikilvæg uppspretta langtímafjár­mögnunar fyrir einkageirann og hið opinbera þar sem veigamikill þáttur af starfsemi vátryggingafélaga snýst um að ávaxta fjármuni félagsins.