Elvar Orri Hreinsson til SFF

Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn í starf sérfræðings í upplýsingamiðlun og greiningum hjá SFF. Elvar er með BSc. gráðu í viðskiptafræði og MSc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Þá er hann einnig löggiltur verðbréfamiðlari.
Elvar starfaði hjá Íslandsbanka frá árinu 2012, lengst af í greiningardeild bankans. Þar leiddi hann m.a. útgáfur Íslandsbanka sem fjölluðu um húsnæðismarkaðinn, sjávarútveginn, rekstur sveitarfélaganna og íslenska ferðaþjónustu við góðan orðstír.

Tom Kirchmaier á morgunverðarfundi um varnir gegn peningaþvætti 17.janúar

Samtök fjármálafyrirtækja, Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands, Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands ásamt IcelandSIF standa að morgunverðarfundi um varnir gegn peningaþvætti. Fyrirlesari verður Tom Kirchmaier prófessor við Copenhagen Business School (Governance, Regulation, Risk and Compliance).