Vátryggingafélögin styrkja Landspítala um 18 milljónir

Þann 16. október var undirritaður samningur á milli Samtaka fjármálafyrirtækja og hjartadeildar Landspítala um að vátryggingafélögin Sjóvá, TM, VÍS og Vörður styrki deildina um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Styrknum verður varið til að stórefla fræðslu og forvarnarstarf  á vegum hjartadeildar. Hjarta og æðasjúkdómar eru helsta dánarorsök Íslendinga og því vel við hæfi að vátryggingafélögin styðji við hjartadeild Landspítala með þessum hætti.

Tækifæri í sjálfbærum fjárfestingum

Fimmtudaginn 20. september 2018 kl. 08:30 bjóða Samtök fjármálafyrirtækja og Mannvit til morgunverðarfundar á Grand Hótel um hver ávinningur sjálfbærra fjárfestinga sé.