Byggðastofnun og ÍV sjóðir gerast aðilar að samkomulagi um greiðslufresti

ÍV sjóðir og Byggðastofnun hafa gerst aðilar að samkomulagi lánveitenda um tímbundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs Covid-19. Samkomulagið er hluti viðbragða fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum Covid-19 en með því eru lánveitendur að styðja við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra.

Samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum fyrirtækja vegna heimsfaraldurs Covid-19

Lánveitendur hafa gert með sér samkomulag um tímabundna greiðslufresti á lánum til fyrirtækja. Er samkomulagið hluti af viðbrögðum fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða við efnahagsáhrifum heimsfaraldurs Covid-19 og er ætlað að styðja við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Ljóst er að Covid-19 mun trufla atvinnustarfsemi tímabundið hér á landi og hafa í för með sér greiðsluerfiðleika hjá fyrirtækjum. Aðilar samkomulagsins telja mikilvægt að lánveitendur veiti fyrirtækjum nauðsynlegt ráðrúm til að takast á við rekstraráskoranir sem við blasa vegna heimsfaraldursins.