Fjármálaráðgjafar vottaðir í áttunda sinn

Fimmtudaginn 16. maí útskrifuðust 18 starfsmenn aðildarfélaga SFF úr vottunarnámi fjármálaráðgjafa Þetta er í áttunda sinn sem fjármálaráðgjafar hljóta vottun. Nú hafa hátt í 300 starfsmenn í einstaklingsráðgjöf banka og sparisjóða lokið námi til vottunar fjármálaráðgjafa.

Aðildarfélög SFF bera þyngstu byrðarnar

„Enginn geiri greiðir hærri skatta og gjöld til ríkisins en fjármálageirinn og þar bera aðildarfélög SFF þyngstu byrðarnar. Aðildarfélögin hafa greitt að meðaltali um 40 milljarða á ári til ríkisins undanfarin ár og er ríflega helmingurinn af þeirri fjárhæð í formi ótekjutengdra gjalda.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Stefáns Péturssonar, nýkjörins stjórnarformanns SFF á aðalfundi samtakanna sem fór fram í gær.