Ársrit SFF 2018 – Leiðrétting

Nýtt ársrit Samtaka fjármálafyrirtækja kom út þann 4.desember. Í texta við mynd á bls.19 voru þau leiðu mistök gerð að fjármálafyrirtækið Aur var talið upp meðal fyrirtækja sem veita svokölluð smálán. Starfsemi Aur telst ekki til smálánastarfsemi og viljum við hjá SFF leiðrétta það hér með og biðja um leið velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétt útgáfa af ársritinu verður birt hér á vefsvæði okkar síðar í vikunni með réttri mynd.

Ársrit SFF komið út

Ársrit SFF 2018 kom út í tengslum við SFF-daginn sem haldinn var 4. desember. Í ritinu eru fjallað um þær áskoranir sem fjármálamarkaðurinn stendur frammi fyrir vegna framþróunar fjártækninnar og kastljósinu beint að samkeppnisumhverfinu á stafrænni öld.