Upptaka: Ráðstefna um fjármálavit ungs fólks
Ráðstefnan Fjármálvit ungs fólks fer fram í dag frá klukkan 15-16:30 í Veröld, húsi Vigdísar við Brynjólfsgötu í Reykjavík. Fylgjast má með ráðstefnunni í streymi hér að neðan.
Á ráðstefnunni verða meðal annars kynntar niðurstöður könnunar Gallup á fjármálaviti Íslendinga samanborið við önnur Evrópuríki og farið yfir stöðu fjármálalæsiskennslu ungmenna hér á landi.
Dagskrá:
Fundarstjóri:
Kristín Lúðvíksdóttir, verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fjármálafyrirtækja.
Ávarp:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.
Erindi:
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fjallar um frelsi í fjármálum.Friðrik Björnsson, markaðsstjóri Gallup, segir frá fjármálalæsi á Íslandi í evrópskum samanburði.Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri Lýðheilsusviðs hjá embætti landlæknis, fjallar um tengsl fjármála og hamingju.Auður Bára Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Menntamálastofnun, heldur erindi undir yfirskriftinni: Aðalnámskrá grunnskóla, rammi náms og kennslu. Hvar rúmast fjármálafræðslan?
Pallborðsumræður:
Ásta S. Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla.Tinna Ösp Arnardóttir, viðskipta- og hagfræðigreinakennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.Jón Jósep Snæbjörnsson, viðskiptatengslastjóri Aurbjargar.Alma Björk Ástþórsdóttir, sérfræðingur í fjármálalæsi og varaformaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, stýrir umræðum.