SFF dagurinn 3 apríl: Að vaxa með þjóðinni
SFF dagurinn fór fram 3. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni Að vaxa með þjóðinni – fjármálaþjónusta á Íslandi í 150 ár.
Tilefnið er að í ár eru 150 ár frá upphafi innlendrar reglusetningar um fjármálafyrirtæki hér á landi. Sú reglusetning hófst með tilskipun Kristjáns IX um hlunnindi fyrir sparisjóði á Íslandi, en fyrstu innlendu fjármálafyrirtækin, sparisjóðirnir voru þá að verða til. Það fór vel á því að Kristján IX birti tilskipunina sama dag og hann staðfesti fyrstu stjórnarskrá Íslands, 5. janúar 1874, enda er skilvirk og örugg fjármálastarfsemi, líkt og stjórnarskrá, ein af þeim grunnstoðum sem nútíma þjóðfélög byggja á.
Af því tilefni var horft yfir farinn veg og rýnt í þær áskoranir sem fjármálaþjónusta framtíðarinnar stendur frammi fyrir.
Þátttakendur á SFF deginum voru:
· Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra.
· Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.
· Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka og formaður stjórnar SFF.
· Kari Olrud Moen, framkvæmdastjóri Finans Norge, systursamtaka SFF í Noregi.
· Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.
· Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka.
· Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica Finance.
· Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
· Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Glærur fyrirlesara má nálgast hér.
Nálgast má upptöku af fundinum hér: