Leiðir til að lækka vexti - morgunfundur með frambjóðendum
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu ásamt Samtökum atvinnulífsins stóðu fyrir morgunfundi fimmtudaginn 14. nóvember undir yfirskriftinni Leiðir til að lækka vexti.
Erindi:
Gunnar Haraldsson hagfræðingur kynnti niðurstöður úttektar ráðgjafafyrirtækisins Intellecon Þjóðhagsleg áhrif og rekstrarumhverfi fjármálageirans á Íslandi, ásamt skattspori fjármálageirans og ræddi niðurstöðurnar í samhengi við yfirskrift fundarins. -
Skýrsla Intellecon: Þjóðhagsleg áhrif og rekstrarumhverfi fjármálageirans á Ísland
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Kynning Benedikts: Íslandsálag og leiðir til að lækka vexti á íbúðalánum
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Kynning Más: Vextir og umgjörð bankastarfsemi
Samantekt af efni fundarins: Ýmsar leiðir færar til að lækka vexti á Íslandi
Fulltrúar stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis ræddu í kjölfarið framtíðarsýn fyrir fjármálaþjónustu hér á landi á komandi kjörtímabili. Þátttakendur í pallborðinu voru Björn Leví Gunnarson, fyrir Pírata, Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, Ólafur Ísleifsson fyrir Miðflokkinn, Ragnar Þór Ingólfsson fyrir Flokk fólksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstri Græn, Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrir Viðreisn og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Marínó Örn Tryggvason, hjá Arma Advisors og fyrrverandi forstjóri Kviku banka, stýrði pallborðsumræðunum.
Fundarstjóri var Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF.