Fjármálaþjónusta framtíðarinnar - 30. janúar
Tækniframfarir hafa leitt af sér byltingu á flestum sviðum fjármálaþjónustu sem enn sér ekki fyrir endann á.
Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu og Fjártækniklasinn munu halda ráðstefnu í Norðurljósum, Hörpu fimmtudaginn 30. janúar frá 13:30-16:00 þar sem aðilar úr ólíkum áttum munu rýna í framtíðina í þessum efnum og spá fyrir um hvert þessi þróun muni leiða okkur.
Hvernig mun fjármálaþjónusta framtíðarinnar líta út og hvaða tækifæri skapa breytingarnar fyrir Íslendinga á komandi árum?
Fyrirlesarar:
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Guðmundur Kristjánsson, stofnandi og forstjóri Lucinity
Hannes Pétursson, tæknistjóri Jiko Technologies.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Jónína Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Blikk.
Kristján Ingi Mikaelsson, stjórnarformaður Rafmyntaráðs og meðstjórnandi Visku Digital Assets.
Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Pallborðsumræður:
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID.
Ólöf Jónsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Sigríður Dís Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Greiðsluveitunnar.
Setning fundar: Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF.
Fundarstjóri: Gunnlaugur Jónsson, framkvæmdastjóri Fjártækniklasans.
Boðið verður upp á léttar veitingar. Viðburðurinn er öllum opinn en skráning nauðsynleg.