Skýrsla Intellecon: Þjóðhagsleg áhrif og rekstrarumhverfi fjármálageirans á Íslandi
Á fundi með yfirskriftinni Leiðir til að lækka vexti þann 14. nóvember kynnti Gunnar Haraldsson hagfræðingur niðurstöðu skýrslu Intellecon um Þjóðhagsleg áhrif og rekstrarumhverfi fjármálageirans á Íslandi.
Kynning Gunnars á efni skýrslunnar
Meðal helstu niðurstaðna í skýrslu Intellecon eru:
Háir sértækir skattar
- Skattar á íslenska bankakerfið eru mjög háir hér á landi sé horft til annarra Evrópulanda. Íslenskir bankar greiða tvö til þrefalt hærri skatta en að meðaltali í ESB og á hinum en Norðurlöndunum sé miðað við skatta í hlutfalli við áhættuvegnar eignir.
- Samanlagðar skattgreiðslur fyrirtækja á fjármálamarkaði að viðbættum arðgreiðslum þeirra til ríkisins voru um 100 milljarðar króna í fyrra. Þar eru sértækir skattar og gjöld á fjármálafyrirtæki eru um 20,5 milljarða króna á þessu ári. Þrír sértækir skattar til staðar hér á landi þetta eru bankaskattur, fjársýsluskattur og sérstakur fjársýsluskattur til viðbótar við sértæk gjöld og leggjast á leggjast á skuldir, laun og hagnað fjármálafyrirtækja.
- Það fé sem rennur til ríkis og sveitarfélaga af sköttum og arðgreiðslum samsvari þetta um 34 milljónum króna á starfsmann í tilfelli bankanna.
- Hlutdeild fjármálafyrirtækja í álagningu opinberra gjalda lögaðila á þessu ári er yfir 15% á meðan starfsmenn fjármálafyrirtækja séu um 2% af almennum vinnumarkaði.
Íslandsálagið og kröfur stjórnvalda
- Fjallað er um svokallað „Íslandsálag“ í skýrslunni, en það var fyrst kynnt til leiks í Hvítbók um um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið árið 2018. Í skýrslunni kemur fram að vegna Íslandsálagsins, kunni útlánavextir íslenskra viðskiptabanka að vera allt að 0,96-1,15 prósentustigum hærri af algengum lánum vegna hvers kyns álaga og skilyrða sem stjórnvöld hafa sett á rekstur bankanna. Þessi tala fer sett fram með þeim fyrirvara að áhrifin komi einungis fram í útlánavöxtum bankanna og er sú nálgun notuð til einföldunar. Tekið er fram að ákvörðun um vaxtakjör og önnur verðlagning, sé alltaf í höndum hvers lánveitenda fyrir sig. Þá kunni áhrifin að koma fram með öðrum leiðum s.s. niðurskurði kostnaðar eða þjónustu, minni arðgreiðslu til eigenda, lægri innlánsvöxtum og einnig geta áhrifin verið mismikil á útlánakjör einstakra banka. Þannig má ætla að áhrifin skiptist að einhverju leyti milli viðskiptavina fjármálafyrirtækjanna og eigenda þeirra og áhrifin séu ólík hvort sem um er að ræða innlánsvexti, útlánsvexti eða önnur kjör.
- Sé þetta Íslandsálag reiknað miðað við 50 milljóna króna lán kann viðbótarvaxtakostnaður að nema allt að 480-575 þúsund krónum á ári eða um 40-48 þúsund krónur á mánuði.
- Í skýrslunni er Íslandsálagið reiknað út frá þremur þáttum sem allir tengjast ákvörðunum hins opinbera gagnvart starfsemi bankanna; sértækri skattlagningu, óvaxtaberandi bindiskyldu og eiginfjárkröfum. Áhrif hárra eiginfjárkrafna vega þyngst en áhrif þess á útlánavexti eru talin vera allt að 0,43-0,62 prósentustig. Um það eru sömu fyrirvarar og um Íslandsálagið almennt og bent á að áhrifin geti verið ólík milli lánveitenda og tegunda lána sem og að ákvörðun um kjör séu undir hverjum og einum lánveitenda komin.
Afkoman lægir en að jafnaði í Evrópu en framleiðni aukist verulega
- Arðsemi eigin fjár íslenska bankakerfisins árinn 2018-2023 er undir meðalarðsemi bankakerfa annarra Evrópulanda. Að teknu tillit til verðbólgu var raunarðsemi hér á landi sú fjórða lægsta af 29 Evrópuríkjum frá árinu 2018.
- Arðsemi eigin fjár íslensku bankanna hefi að sama skapi verð ívið lægri eða álíka og í viðskiptahagkerfinu almennt, þannig hafi arðsemin verið lægri en í ýmsum öðrum atvinnugreinum hér á landi, s.s. mannvirkjagerð og sjávarútvegi.
- Á sama tíma hefur framleiðni vinnuafls í fjármála- og vátryggingastarfsemi aukist mikið meiri á undanförnum árum og meiri en í flestum öðrum greinum. Framleiðnin hefur verið svipuð í upplýsingatækni og fjarskiptum og er líklegt að framleiðnivöxtinn megi í báðum tilfellum skýra sökum tækniþróunar og framfara í upplýsingatækni.
Almenningur aðaleigandi bankanna
- Almenningur á óbeint um 73% af bankakerfinu, annars vegar í gegnum eignarhald ríkissjóðs og hins vegar í gegnum íslensku lífeyrissjóðina. Það er þá fyrir utan beina eign almennings í bönkunum í gegnum hlutabréfaeign eða eign í gegnum hlutabréfasjóði.
- Áætlað er að af hverjum 100 þúsund krónum sem bankarnir fá í vaxtatekjur er áætlað að um sitji eftir um 15 þúsund krónur eftir að bankar hafi greitt kostnað af sinni fjármögnun, rekstrarkostnað bankans sem og skatta og öll gjöld til til hins opinbera. Um 11 þúsund krónur af þessum 15 renni svo óbeint til almennings í gegnum eignarhald ríkisins og lífeyrissjóðanna á bankakerfinu en um 4 þúsund krónur til annarra aðila.
Óbeinn kostnaður af regluverki
- Í skýrslunni er einnig fjallað um óbeinan kostnað regluverki sem gildi um fjármálastarfsemi.
- Um leið er minnt á að skýrt laga og regluverk sé nauðsynlegur hluti af skilvirkri fjármálastarfsemi.
- Umfang og tíðni breytinga á reglum og reglugerðum hafi í för með sér að allt að 80-100 stöðugildi hjá fjármálafyrirtækjum fari í að innleiða hinar ýmsu- laga og reglugerðarbreytingar í rekstrinum.
- Heildarfjöldi reglubundinna skýrsluskila til Fjármálaeftirlitsins hjá stærri fjármálafyrirtækjum geti verið yfir 2.000 á ári og því til viðbótar bætist yfir 1.000 svör árlega við fyrirspurnum og ýmsum gagnabeiðnum frá opinberum aðilum.
- Þetta hafi í för með sér að um 50-60 stöðugildi innan fjármálageirans fari í að útbúa skýrslur og taka saman gögn sem skilað er til Fjármálaeftirlitsins og annarra opinberra eftirlitsaðila.
50-70 milljarðar í tjónabætur til viðskiptavina tryggingafélaga og samsetta hlutfallið hið hæsta í Evrópu
- Í skýrslunni er einnig fjallað um starfsumhverfi vátryggingafélaga hér á landi. Þar kemur fram að skattspor tryggingafélaga sé um 6,4 milljarðar, þar af hafi um 5 milljarðar verðið tengdir launum og 1,4 milljarðar runnið til ríkisins í tekjuskatt. Því til viðbótar greiði tryggingafélög um 50-70 milljarða í tjónabætur til sinna viðskiptavina á ári.
- Þá hafi samsett hlutfall vátryggingafélaga verið hið hæsta í Evrópu að meðaltali árin 2017-2022 eða rúmlega 100% sem bendi til þess að tryggingahluti rekstrarins standi að jafnaði ekki undir rekstrarkostnaði og útgreiðslu tjónabóta einn og sér.