Hnotskurn: Vátryggingar
Hnotskurn, ritröð Samtaka fjármálafyrirtækja um fjármál og efnahagsmál, er komin út. Í þessari útgáfu er fjallað um vátryggingamarkaðinn í sinni víðustu mynd. Í ritinu er útskýrt á aðgengilegan hátt hvernig vátryggingar gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að dreifa áhættu vegna tjóna og eru á sama tíma mikilvæg uppspretta langtímafjármögnunar fyrir einkageirann og hið opinbera þar sem veigamikill þáttur af starfsemi vátryggingafélaga snýst um að ávaxta fjármuni félagsins.
Hér til hliðar má skoða ritið.