Lestu sérblað Viðskiptablaðsins um SFF daginn 2025

Viðskiptablaðið gaf út veglegt sérblað í tilefni SFF dagsins 2025 þann 9. apríl síðastliðinn sem fór fram undir yfirskriftinni Breyttur heimur þar sem fjallað var um afleiðingar vaxandi óróleika í alþjóðamálum á fjármálaþjónustu sem er á sama tíma að ganga í gegnum fjártæknibyltingu.
Meðal umfjöllunarefnis í blaðinu:
- Viðtal við Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF.
- Viðtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka sem gegndi formennsku SFF síðustu tvö ár.
- Úttekt á tekjum hins opinbera af fjármálafyrirtækjum á undanförnum árum sem hafa reynst meiri en búist var við.
- Umfjöllun um vaxandi umfang netsvikatilrauna og kapphlaupið um svikavarnir þar sem báðir aðilar beita gervigreindartækni.
- Umfjöllun um sigurvegara Fjármálaleikanna 2025, landskeppni grunnskólanna í fjármálalæsi, sem fræðsluvettvangurinn Fjármálavit stendur fyrir.
- Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, skrifar um mikilvægi þess að tryggja jafnvægi milli þess mannlega og stafræna.
- Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, skrifar um samstarf um varnir vegna vaxandi netógna.
- Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaganna, spyr hvort það stefni í eyðimerkurgöngu á græna skuldabréfamarkaðinum?
- Ingvar Haraldsson, greininga- og samskiptastjóri SFF, skrifar um breytingar á samkeppnisumhverfi fjármálaþjónustu í hinum stafræna heimi.