Sigurvegarar Fjármálaleikanna hringdu Kauphallarbjöllinni

Bjöll­um Nasdaq kaup­halla var hringt víða um heim í síðustu viku og þar á meðal á Íslandi í til­efni af alþjóðlegri fjár­festa­viku 7. til 11. októ­ber. Í ár hringdu ung­menni sem unnið hafa Fjár­mála­leikana, landskeppni grunnskólanna í fjármálalæsi, bjöllunni hér á á landi, en keppnin er haldin af fræðsluvettvanginum Fjármálaviti, sem Sam­tök fyr­ir­tækja í fjár­málaþjón­ustu (SFF) halda úti með stuðningi frá Landssamtökum lífeyrissjóða.

Mark­miðið með fjár­festa­vik­unni er að vekja at­hygli á mik­il­vægi fjár­festa­vernd­ar og fræðslu fyr­ir al­menn­ing um fjár­fest­ing­ar og sparnað.

Ungmennin voru þau Marinó Máni Harðar­son, Dag­ur Thors, Soffía Hrönn Haf­stein og Kristján Odd­ur Kristjáns­son en þau fóru með sigur af hólmi í Fjármálaleikunum síðustu tvö ár og tóku í kjöl­farið þátt í Evr­ópu­keppni í fjár­mála­læsi í Brussel sem haldin er af Evr­ópsku banka­sam­tökunum (EBF).

Öll börn eigi rétt á að læra um fjármál

„Það er afar mik­il­vægt að öll­um börn­um sé gef­inn kost­ur á að byggja upp heil­brigðan fjár­hag. Því höf­um við talað fyr­ir því að kennsla í fjár­mál­um verði hluti af skyldu­námi í grunn­skól­um. Bak­land barna eða skóla­hverfi eiga ekki að ráða hér úr­slit­um. Öll börn verða að hafa tæki­færi til að læra um fjár­mál,“ segir Heiðrún Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri SFF. Heiðrún bendir á að ný­leg könn­un Gallup sýni að aðeins 11% af ung­menn­um hefðu fengið fjár­mála­fræðslu í grunn­skóla.

„Ungt fólk kall­ar eft­ir fræðslu og þekk­ingu um fjár­mál. Við skynj­um skýrt að upp­lýs­inga­miðlun í þeim efn­um er þarft og þakk­látt verk­efni sem við styðjum í verki. Klingj­um því klukk­um í nafni bar­átt­unn­ar fyr­ir því að fjár­mála­fræðsla og fjár­mála­læsi verði sjálf­sögð nám­skrárefni í grunn­skóla­kerf­inu,“ segir Þórey S. Þórðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Skilningur á fjármálum fólki mikilvægur

„Góður skiln­ing­ur á fjár­mál­um get­ur hjálpað fólki að ná betri tök­um á eig­in fjár­hag og taka upp­lýst­ar ákv­arðanir um og sparnað,“ segir Magnús Harðar­son, for­stjóri Nasdaq Iceland.

„Verðbréfa­markaður­inn gegn­ir stóru hlut­verki í þess­um efn­um sem vett­vang­ur sem hef­ur beint og óbeint áhrif á fjár­hag okk­ar. Auk­in þekk­ing á hon­um leiðir til ígrundaðri fjár­fest­inga og styrk­ir at­vinnu- og efna­hags­lífið,” segir Magnús.

Gefið kennurum og nemendum 18 þúsund bækur um fjármál einstaklinga

Markmið Fjármálavits er að stuðla að bættu fjár­mála­læsi ung­menna og styðja kenn­ara í grunn- og fram­halds­skól­um í kennslu um fjár­mál, meðal ann­ars með fríu náms­efni og öðrum viðburðum tengd­um fjár­mála­læsi. Á undanförnum árum hefur Fjár­mála­vit gefið kenn­ur­um og nem­end­um sem þess óska um 18.000 bæk­ur um fjármál einstaklinga.