Kynning á aðgreinanlegum kerfiskennitölum með Þjóðskrá - 12. febrúar

Kynningarfundur fyrir aðildarfélög SFF þar sem Þjóðskrá mun kynna nýja útfærslu á aðgreinanlegum kerfiskennitölum fer fram miðvikudaginn 12. febrúar kl. 9:00-10:30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð.

Útfærslan er byggð á greiningu ráðgjafarfyrirtækins Intellecta sem var falið að framkvæma greininguna með helstu hagaðilum. Krafa hagaðila var að auðvelt yrði að aðlaga nýja útfærslu að innri og ytri kerfum í samfélaginu. Farið verður yfir niðurstöðu Intellecta á fundinum.

Framsögumenn:

Júlía Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Þjóðskrár.

Guðmundur Arnar Þórðarson, ráðgjafi hjá Intellecta.

Björn Þór Guðmundsson, fagstjóri á upplýsingatæknisviði Þjóðskrár.

Þyrí Thorberg Óskarsdóttir, fagstjóri verkefnastofu Þjóðskrár.

Fundarstjóri: Margrét Arnheiður Jónsdóttir, lögfræðingur hjá SFF.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að spyrja spurninga ef einhverjar verða að lokinni kynningu.

Skráning á fundinn sem ætlaður er starfsfólki aðildarfélaga SFF hér: