Félagsfundur SFF með seðlabankastjóra og fjármálaeftirliti bankans
Í morgun var haldinn félagsfundur SFF með seðlabankastjóra og fjármálaeftirliti bankans.
Lilja B. Einarsdóttir, formaður SFF ávarpaði fundinn og gaf Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra orðið. Seðlabankastjóri fjallaði m.a. um sameiningu seðlabankans og fjármálaeftirlitsins hér á landi með tilliti til alþjóðlegrar þróunar og hagræðingar í rekstri.
Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, Björk Sigurgísladóttir og Gísli Óttarsson framkvæmdastjórar hjá fjármálaeftirlitinu fóru svo yfir áherslur eftirlitsins og hugmyndafræði breytts skipulags hjá eftirlitinu.
Samtök fjármálafyrirtækja þakka seðlabankastjóra, stjórnendum hjá fjármálaeftirlitinu og félagsmönnum fyrir komuna.