Fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar

Í dag und­ir­rit­uðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, og að­il­ar sem fara fyr­ir hátt í 80% af eign­um á ís­lensk­um fjár­mála­mark­aði viljayf­ir­lýs­ingu um fjár­fest­ing­ar í þágu sjálf­bærr­ar upp­bygg­ing­ar. For­sæt­is­ráðu­neyt­ið, Festa – mið­stöð um sam­fé­lags­ábyrgð og sjálf­bærni, Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) og Lands­sam­tök líf­eyr­is­sjóða (LL) unnu að mót­un henn­ar í víð­tæku sam­ráði við full­trúa helstu að­ila á fjár­mála­mark­aði.Æðstu stjórnendur ólíkra fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, banka, sparisjóða, vátryggingafélaga og fjárfestingasjóða undirrituðu viljayfirlýsinguna rafrænt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirritaði hana fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar á ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðinum í dag.Vilja­yf­ir­lýs­ing­in er ein­stakt fram­tak einka­að­ila og stjórn­valda á for­dæma­laus­um tím­um. Víð­tæk áhrif COVID-19 und­ir­strika enn bet­ur mik­il­vægi þess að hafa sjálf­bærni til hlið­sjón­ar í því upp­bygg­ing­ar­starfi sem framund­an er. Í vilja­yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að fjár­magn­ið sé mik­il­vægt hreyfiafl í mót­un at­vinnu­lífs og at­vinnu­sköp­un­ar í þeirri upp­bygg­ingu sem framund­an er. Ákvarð­an­ir sem tekn­ar eru í dag munu hafa mik­il áhrif á fram­þró­un næstu ára og því mik­il­vægt að þær séu tekn­ar með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi. Með því að nýta fjár­magn með mark­viss­um að­gerð­um er hægt að við­halda sjálf­bærri þró­un og á sama tíma að efla sam­keppn­is­hæfni þjóða og fram­tíð kom­andi kyn­slóða.„Sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð eru orðin hluti af viðskiptamódeli íslenskra fjármálafyrirtækja. Þannig er sjálfbærni í auknum mæli samofin starfsemi og stefnumótun fjármálafyrirtækjanna. Þá er jafnframt gleðilegt að sjá samkeppni á þessu sviði á milli einstaka fjármálastofnana, en það mun drífa þessa þróun áfram á næstu árum,“ segir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.Vilja­yf­ir­lýs­ing­una í heild sinni ásamt lista yf­ir undi­rit­un­ar­að­ila má nálg­ast hér:Viljayfirlýsingin í heild sinni