Fjármálaráðgjafar vottaðir í áttunda sinn
Fimmtudaginn 16. maí útskrifuðust 18 starfsmenn aðildarfélaga SFF úr vottunarnámi fjármálaráðgjafa Þetta er í áttunda sinn sem fjármálaráðgjafar hljóta vottun. Nú hafa hátt í 300 starfsmenn í einstaklingsráðgjöf banka og sparisjóða lokið námi til vottunar fjármálaráðgjafa.Markmið vottunarinnar er að samræma þær kröfur sem eru gerðar til fjármálaráðgjafa og tryggja að þeir búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni í starfi. Verkefnið á sér norska fyrirmynd en slíkt vottunarferli hefur verið að ryðja sér til rúms í nágrannalöndunum á undanförnum árum. Að vottunarnáminu standa Samtök fjármálafyrirtækja, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskólinn á Bifröst, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja.Myndirnar frá útskriftarathöfninni eru aðgengilegar hér á Facebook-síðu SFF.