Fræðsla - Undirstaða farsældar í fjármálum
Í tilefni af því að framundan er alþjóðleg fjármálalæsisvika stóð Fjármálavit fyrir streymisfundi um mikilvægi þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmála ávarpaði fundinn og nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla sem nýlega stofnuðu félagið „Menntakerfið okkar“ en þau sögðu frá því helsta sem þeim finnst að megi gera betur í kennslu fjármálalæsis í grunnskólum.Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins sem skrifað hefur bækur um fjármál kynnti nýja kennslubók í fjármálalæsi fyrir framhaldsskóla „Farsæl skref í fjármálum“ en hann hefur einnig skrifað kennslubók fyrir grunnskóla „Fyrstu skref í fjármálum“.
Að lokum kynnti Alma Björk Ástþórsdóttir niðurstöður úr MS ritgerð sinni í viðskiptafræði við Háskóla Íslands sem ber heitið: Fjármálalæsi í íslensku skólakerfi – leiðin að markvissri kennslu.Hægt er að horfa á fundinn hér fyrir neðan.